KEYRUM ÞETTA Í GANG

Villi Árna í 1. sæti

Afhverju ég?

Reykjanesbær er samfélag sem ég þekki vel og ber mikla virðingu fyrir. Fyrir tveimur árum settist fjölskylda mín hér að eftir að við þurftum að yfirgefa heimilið okkar í Grindavík. Á þeim tíma upplifðum við samstöðu og hlýju sem mótaði sýn mína á samfélagið og ábyrgðina sem fylgir því að leiða.

Ég hef starfað í lögreglunni á Suðurnesjum og verið þingmaður Suðurnesjamanna í 12 ár. Sú reynsla hefur kennt mér að góðar lausnir byggjast á ábyrgð, skýrri forgangsröðun og því að hlusta á fólk.

Í dag standa fjölskyldur frammi fyrir raunverulegum áskorunum. Bið eftir leikskólaplássum er of löng, kostnaður við íþróttir hefur aukist og fasteignaskattar eru orðnir þung byrði. Uppbygging íbúða þarf að vera fjölbreyttari og taka mið af ólíkum þörfum fólks sem vill byggja framtíð sína í Reykjanesbæ.

Reykjanesbær er ljósabær. Ég vil samfélag þar sem allir fá að láta ljós sitt skína – með börnin í fyrsta sæti, fjölskyldur studdar og fyrirtæki í umhverfi sem hvetur til vaxtar. Með ábyrgum rekstri og skýrri framtíðarsýn getum við gert Reykjanesbæ að besta stað landsins til að búa og starfa.

Fylgstu með mér á samfélagsmiðlum

Viltu ganga í flokkinn ?

Sjálfstæðisflokkurinn er opinn öllum þeim sem orðnir eru 15 ára gamlir og allir flokksmenn í Reykjanesbæ mega kjósa í prófkjörinu 31. janúar. Hægt er skrá sig í flokkinn í gegnum mínar síður á xd.is.

Ganga í flokkinn

Skráðu þig á póstlista

Vilt þú styðja framboðið og skrá þig á póstlista hjá mér?